Er Eva bullukollur?

Það er erfitt að taka mark á þeim sem setja fram rangar eða villandi staðhæfingar. Samkvæmt þessari frétt á Eva Joly að hafa sagt að komi Hollendingar ekki til móts við Íslendinga „verði engir eftir á eyjunni aðrar en sjómenn og fólk sem kemur að fiskvinnslu“. Þetta eru ekki bara ýkjur heldur hreint bull. Þá er haft eftir henni að fólksflóttinn sé hafinn og 8.000 vel menntaðir einstaklingar hafi þegar yfirgefið „eyjuna“. Margt er villandi við þetta. Í fyrsta lagi liggur straumur fólks ævinlega frá Íslandi þegar kreppir að. Í öðru lagi fluttu að vísu 7.559 frá Íslandi fyrstu níu mánuði ársins 2009, en á móti fluttust 4.865 til landsins. Í þriðja lagi voru erlendir ríkisborgarar 47% þeirra sem fluttu úr landi, og í hópi þeirra margir starfsmenn í byggingageiranum sem allar líkur voru til að flyttu brott eftir að mestu framkvæmdunum lyki á landinu, óháð allri kreppu. Er jafnmikið að marka annað sem Eva segir?

 


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutlægni

„...ákveðinnar hlutlægni gætti...“

Já, það hlýtur að vera slæmt.


mbl.is BAA hafði betur fyrir áfrýjunardómstóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kyndill?

Á enskunni: "... so I grabbed a torch from a man there and just jumped down." Torch=vasaljós.


mbl.is Hrikalegt val föður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helmingshækkun er 100% hækkun

Í fréttinni segir ranglega að hækkun úr 60 sentum í 90 sé hækkun um helming. Samkvæmt íslenskri málvenju er helmingshækkun tvöföldun, eða hækkun um 100%. Ég vona að nýr ritstjóri leiðrétti þetta.


mbl.is Evrubréf ríkissjóðs hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki amerísk bílaborg?

„Ísland má ekki verða amerísk bílaborg.“ Hmm, kannski átti þetta að vera „Reykjavík má ekki...“, en er hún það ekki þegar?
mbl.is Vill skatta á mengandi bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velur einhver frostþurrkun?

Í landi elds og ísa hlýtur frostþurrkun að vera jafnviðeigandi og líkbrennsla:

http://is.wikipedia.org/wiki/Frostþurrkun_(grafsiður) 


mbl.is Fleiri velja bálfarir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband