Er Eva bullukollur?

Það er erfitt að taka mark á þeim sem setja fram rangar eða villandi staðhæfingar. Samkvæmt þessari frétt á Eva Joly að hafa sagt að komi Hollendingar ekki til móts við Íslendinga „verði engir eftir á eyjunni aðrar en sjómenn og fólk sem kemur að fiskvinnslu“. Þetta eru ekki bara ýkjur heldur hreint bull. Þá er haft eftir henni að fólksflóttinn sé hafinn og 8.000 vel menntaðir einstaklingar hafi þegar yfirgefið „eyjuna“. Margt er villandi við þetta. Í fyrsta lagi liggur straumur fólks ævinlega frá Íslandi þegar kreppir að. Í öðru lagi fluttu að vísu 7.559 frá Íslandi fyrstu níu mánuði ársins 2009, en á móti fluttust 4.865 til landsins. Í þriðja lagi voru erlendir ríkisborgarar 47% þeirra sem fluttu úr landi, og í hópi þeirra margir starfsmenn í byggingageiranum sem allar líkur voru til að flyttu brott eftir að mestu framkvæmdunum lyki á landinu, óháð allri kreppu. Er jafnmikið að marka annað sem Eva segir?

 


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband